Dvalar- og atvinnuleyfi til áramóta

Indverska nuddkonan Japsy Jakob hefur fengið atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi út þetta ár og þarf því ekki að yfirgefa Seyðisfjörð eins og útlit var fyrir. Málareksturinn við að fá atvinnuleyfi hefur verið mikill og erfiður og vill Japsy koma á framfæri þakklæti fyrir alla þá umhyggju og stuðning sem hún hefur mætt hjá Seyðfirðingum og öðrum velvildamönnum. Hún segist aldrei hafa kynnst svo góðu fólki né betri bæ.  Til stóð að vísa Japsy úr landi fyrir nokkrum vikum vegna þess að leyfin voru útrunnin. Hún hefur nú búið á Seyðisfirði í tvö ár og mótmæltu Seyðfirðingar því harðlega þegar Útlendingastofnun ákvað að henni skyldi vísað úr landi. Hvað tekur við um næstu áramót í dvalar- og atvinnuleysismálum er þó óljós.

japsyjacob-seyc3b0isfirc3b0i2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.