Dæmdur fyrir að virða ekki hvíldartíma

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag vörubílstjóra til að greiða sekt fyrir brot á lögum um hvíldartíma. Ökumaðurinn var stöðvaður í Reyðarfirði í október 2008 þar sem hann var að flytja fisk frá Eskifirði til Grundarfjarðar.

 

ImageEftirlitsmenn skoðuðu ökuskífur mannsins þrjá mánuði aftur í tímann. Þá komu í ljós ellefu atvik þar sem maðurinn hafði annað hvort ekki virt reglur um hvíldartíma eða leyfilegan hámarksaksturstíma.

Maðurinn bar því við að hann hefði gleymt skífunum í ökuritanum og því kynni annar bílstjóri að hafa keyrt bílinn. Einnig var bent á að sjálfstæð lögreglurannsókn á málinu.

Dómurinn taldi þetta ekki hafa komið að sök auk þess sem skífurnar sýna hvort bíllinn er á ferð eða stendur kyrr. Maðurinn var því dæmdur til að greiða 600 þúsund króna sekt til ríkissjóðs ella sæta fangelsi í 32 daga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.