Creedence tónleikar tókust vel

Tónleikar hljómsveitarinnar Creedece Travellin´ Band sem léku lög Creedence Clearwater Revival í Valaskjálf á dögunum tókust feiknvel að mati gesta.

 

creedens_show2.jpgFullt hús var á tónleikunum, hvert sæti skipað, alls vel yfir 200 manns mættu í Valaskjálf. Tónviss tónleikagestur sagði aðspurður að tónleikarnir hefðu verið góðir, lagaval fjölbreytt, tónlistaflutningurinn, svo og söngurinn hefði verið með ágætum.

Að sögn Hafþórs Vals Guðjónssonar tónlistastjóra tónleikanna hefur hann ekki fengið nema jákvæða dóma um sýninguna. ,,Það er búið að ákveða aðra tónleika í Valaskjálf þann 1. mai, en talsvert var um að fólk kvartaði yfir að fyrri tónleikar hefðu verið illa auglýstir og fólk þess vegna misst af þeim. Síðan höfum við ,,plan bé" og erum að athuga með að endurtaka þetta 8. mai í Valaskjálf, ef stemming er fyrir því. Ákveðið hefur verið að tónleikarnir fari til Akreyrar 14. mai og við verðum á Græna Hattinum þá um kvöldið. Síðan er verið að athuga með suðurferð, tékka á húsnæði og annarri aðstöðu en það er ekki víst að það gangi upp nú í vor eða sumar, það getur verið erfitt að finna dagsetningu á svona ferðalag fyrir 9 manns héðan að austan. Þessi suðurferð gæti alveg eins orðið með haustinu.  Síðan er einnig í athugun að fara á fleiri staði hér eystra", sagði Hafþór Valur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.