Creedence Clearwater tónleikar

Hljómsveitin Creedece Travellin´ Band leikur gullkorn meistaranna í Creedence Clearwater Revival á tónleikum í Valaskjálf annað kvöld, miðvikudag 31. mars.

creedens_show.jpgLögin sem leikin verða á tónleikunum hafa verið í æfingu frá því í nóvember í haust.  Hljómsveitina skipa Hafþór Valur Guðjónsson sem er jafnframt tónlistastjóri hljómleikanna, Björn Hallgrímsson syngur einnig, Valgeir Skúlason, Hafþór Snjólfur Helgason, Halldór B. Warén, Öystein Magnús Gjerde og Einar Ás Pétursson sem einnig syngur.  Söngvarar eru Aðalsteinn Sigurðarson og  Róbert Elvar Sigurðsson.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og standa um það bil tvær klukkustundir með hléi.  Eftir tónleikana leikur sama hljómsveit fyrir dansi til klukkan 03:00 eftir miðnætti

Forsala að tónleikunum er hjá Versluninni Vask á Egilsstöðum til klukkan 17:00 á morgun, miðvikudag og eru miðarnir nokkru ódýrari í forsölunni. Síðan verða seldir miðar við innganginn ef þá verða enn óseldir miðar til en 200 miðar eru í boði á tónleikana.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.