Carmina Burana flutt á sunnudag
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. apr 2009 18:03 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Kirkju- og menningarmiðstöðin Fjarðabyggð stendur fyrir flutningi á meistarstykkinu Carmina Burana, sem hefur löngum fyllt tónleikahús hvar sem er í veröldinni. Carmina Burana er safn miðaldakvæða sem austurríska tónskáldið Carl Orff tónsetti og er sungið um fallvaltleika gæfunnar, sem á ekki síst við okkar tíma í dag en einnig um ástir og fegurð, glaum og gleði á afar litríkan hátt.
Tónverkið er meðal vinsælustu tónverkum sögunnar og að jafnaði flutt einu sinni á dag einhvers staðar í heiminum. Upphafs- og lokakaflinn úr verkinu hefur ratað inn í fantasíukvikmyndir, auglýsingar og tölvuleiki.Verkið er flutt af Kór Fjarðabyggðar, Kammerkór Austurlands, ásamt slagverkssveit og tveimur píanóleikurum. Verkið hefur verið mikið flutt hér á landi, víða um land og nú er röðin komin að Austurlandi.
Stjórnandi er Kári Þormar
Tónleikarnir verða 19. april kl. 17 og 20.
Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrólfur Sæmundsson og Þorbjörn Rúnarsson.
Sjá nánar á www.tonleikahus.is