Börn á Stöðvarfirði safna fyrir börn á Haiti

Í vetur hafa yngri börnin í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar Rauða kross Íslands safnað peningum fyrir börn á Haiti sem urðu hart úti í jarðskjálftunum þar í vetur. 

 

 

stfj_born_rki1.jpgTil að safna peningum, ráku þau Litlu Rauða kross búðina á Stöðvarfirði í einn dag, seldu lukkumiða og gerðu sitthvað fleira. Alls söfnuðu þessi duglegu börn, rúmlega fimmtíu og fimm þúsund krónum sem lagðar voru inn á söfnunarreikning Rauða Krossins.

Það var síðan í dag sem börnin skunduðu í bankann með peningna og lögðu þá inn á söfnunarreikning Rauða kross Íslands.  Þar tók Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar Rauðakross Íslands á móti þeim og kom söfnunarfénu rétta boðleið.

Börnin sem afhentu Rauða Krossinum féð heita, Jóhannes Kristinn Hafsteinsson, Viktor Breki Þorvaldsson, Jónína Guðný Jóhannsdóttir,  Friðrik Júlíus Jósefsson, Haraldur Sigurjón Þorsteinsson, Arney Hildur Margeirsdóttir, Kristján Agnar Vágseið, Fjölnir Helgi Hrannarsson og Eyþór Ármann Jónasson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.