Breytingum á Fáskrúðsfirði frestað
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. mar 2009 00:03 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að ekki sé að svo stöddu rétt að fara út í þá breytingu að húsnæði slökkvistöðvar á Fáskrúðsfirði hýsi jafnframt starfsemi þjónustumiðstöðvar. Talið er að breytingar á húsnæði slökkvistöðvarinnar sé ekki meðal þess sem er brýnast í framkvæmdum bæjarins auk þess sem ástand á fasteignamarkaði sé þannig að líklegra er að viðunandi verð fáist fyrir áhaldahús bæjarins ef sala verður ákveðin síðar.
Eftir að nýlega bættist í bílaflota slökkviliðsins þykir jafnframt ljóst að húsnæði þjónustumiðstöðvar á Norðfirði ekki nægjanlega stórt til að rúma bæði starfsemi slökkvistöðvarinnar og umhverfis- og mannvirkjamiðstöðvar.