Brúaröæfi til umfjöllunar í Hæstarétti

Í dag tók Hæstiréttur fyrir gagnsóknarmál eigenda Brúar á Jökuldal vegna kröfugerðar íslenska ríkisins um að meirihluti landareignarinnar verði þjóðlenda. Berglind Svavarsdóttir hrl. og Friðbjörn Garðarsson hdl. fluttu málið gegn íslenska ríkinu fyrir hönd umbjóðenda sinna Stefáns Halldórssonar og Sigvarðs Halldórssonar, landeigenda á Brú. Krafist er  ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar um þjóðlendu á Brúaröræfum. Landeigendur krefjast og viðurkenningar á eignarréttarlegri stöðu Brúar á Jökuldal á svæðinu.

br_kort.jpg

17. desember 2004 afhenti  fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á Norðausturlandi og er kröfu í Brúarland lýst þannig: Milli Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú er gerð krafa til alls lands sunnan línu, sem dregin er frá ármótum Jökulsár og Kreppu og sjónhending þaðan yfir Bíldufell, Múla og Reykjará í Jökulsá á Brú.

Óbyggðanefnd úrskurðaði í maí 2007 að Brúaröræfi væru þjóðlenda, það er að segja landsvæði sunnan Álftadalsdyngju að Vatnajökli.

 

Þá sagði Stefán Halldórsson að úrskurður óbyggðanefndar yrði kærður. Helmingur jarðarinnar yrði tekinn af réttmætum eigendum ef úrskurður óbyggðanefndar um að landið skyldi verða þjóðlenda gengi eftir. Hann líkti úrskurði nefndarinnar við eignaupptöku.

Ári síðar sýknaði Héraðsdómur Austurlands íslenska ríkið af kröfu eigenda Brúar, sem krafist höfðu  ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar um þjóðlendu á Brúaröræfum. Landeigendur kröfðust viðurkenningar á eignarréttarlegri stöðu lands Brúar á svæðinu.

Málið er nú eins og fyrr segir fyrir Hæstarétti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.