Borgarafundur um lokun bæjarskrifstofu

Opinn borgarafundur verður haldinn í Egilsbúð Neskaupstað kl. 17 næstkomandi föstudag. Efnt er til fundarins til að ræða fyrirhugaða lokun bæjarskrifstofunnar í Neskaupstað, en bæjarstjórn ákvað fyrir skömmu að starfsemin skyldi um áramót flutt yfir á Reyðarfjörð. Ellefu starfsmenn vinna á bæjarskrifstofunni. Fundurinn er á vegum fólks sem andvígt er lokuninni.

fjarabygg.jpg

Stutt framsaga verður um lokunaráformin og áhrif þeirra á starfsmenn og íbúa. Þá verða flutt nokkur ávörp heimafólks og utan að komandi, til að skýra málin enn frekar. Helgu Jónsdóttur bæjarstýru hefur verið boðið til fundarins, ásamt bæjarfulltrúum og varabæjarfulltrúum.

Nú hafa um 450 íbúar í Neskaupstað undirritað áskorun til bæjaryfirvalda um að draga lokunina til baka, sem er nærfellt einn frá hverju heimili í bænum. Um 250 hafa jafnframt skráð sig á facebook-síðu um sama málefni. Afhenda á bæjarstjórn undirskriftarlistann á fundinum á föstudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.