Boða til mótmæla við HSA

Efnt verður til mótmæla utan við höfuðstöðvar Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) á Egilsstöðum í hádeginu. Stuðningsmenn yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar standa fyrir mótmælunum og hyggjast leggja upp frá Reyðarfirði kl. 12 og aka að HSA á Egilsstöðum. Mótmæla á því að yfirstjórn HSA leysti yfirlækninn tímabundið frá störfum fyrir um 8 mánuðum og fól lögreglu að rannsaka meint misferli hans með fjármuni stofunarinnar.

hsa.jpg

Sýslumannsembættið á Eskifirði lét málið niður falla. Í kjölfarið tók Ríkisendurskoðun málið upp og vísaði embætti Ríkissaksóknara því  á ný til sýslumannsembættisins, sem nú nýverið felldi málsrannsókn aftur niður. Er nú beðið úrskurðar Ríkisendurskoðunar um hvort þessar verði málalyktir eða málinu áfrýjað til Ríkissaksóknara.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.