Skip to main content

Búnaðarþing 2009 hefst á morgun

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. feb 2009 08:49Uppfært 08. jan 2016 19:19

Árlegt Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands hefst sunnudaginn 1. mars og stendur til miðvikudagsins 4. mars. Búnaðarþing verður sett með viðhöfn á sunnudaginn en yfirskrift setningarathafnarinnar er „Treystum á landbúnaðinn“. Í vikunni verða hefðbundin þingstörf þar sem meðal annars verður fjallað um mál sem tengjast ESB-umræðu, raforkuverði, matvælaöryggi, fjármagnskostnaði og rekstrarumhverfi bænda.

bndasamtk_slands_merki.gif

Setning Búnaðarþings fer fram í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 1. mars 2009 og hefst kl. 13:30. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur setningarávarp. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra flytur ávarp og veitir þremur bæjum landbúnaðarverðlaun. Emma Eyþórsdóttir dósent hjá LbhÍ flytur hátíðarræðu, flaututríó leikur nokkur lög og kvennakórinn Embla úr Eyjafirði hefur upp raust sína undir stjórn Roars Kvam. Erlendir gestir við setningarathöfnina verða þeir Paul Haugstad, formaður Norges Bondelag, og Ib W. Jensen sem er einn af varaformönnum Dansk landbrug. Aðgangur er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og í boði eru kaffiveitingar.

Búnaðarþingi verður gerð skil á vefnum www.bondi.is þegar þingstörf hefjast. Á vefnum verður birt dagskrá þingsins, ræður, fundargerðir og upplýsingar um afgreiðslu mála um leið og þær berast.