Skip to main content

Bókhaldsmappa fannst á brimvarnargarðinum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. júl 2009 10:43Uppfært 08. jan 2016 19:20

Mappa með bókhaldsgögnum frá útgerðarfélaginu Fossvík fannst sjóblaut á Breiðdalsvík í gær.

Mappan er merkt fyrirtækinu og í henni reikningar stílaðir á það. Starfsmenn hreppsins fundu möppuna úti á brimvarnargarðinum skammt frá áhaldahúsinu. Þar í grenndinni er einnig ruslagámur sem krakkar eiga það til að tína úr.

Ekki er vitað hvernig mappan komst upp á brimvarnargarðinn. Reynt var að þurrka hana í gær í von um að geta skoðað gögnin nánar.

Fossvík ehf. var stofnuð árið 2002. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði fyrirtækið gjaldþrota í apríl. Skiptafundur var haldinn í seinustu viku. Húsnæði Fossvíkur var rýmt í vetur.