Björn Hafþór mótmælir

Björn Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri á Djúpavogi flutti hugleiðingu og drápu, á mótmælafundi gegn lokun Svæðisútvarps Austurlands á dögunum.

bjrn_hafr_gumundsson.jpgDrápan var að vísu stutt, ein ferskeytla en það er um það að segja, að oft skipta meira máli gæði en magn í þessum efnum. Almennt er ekki vitað hvað drápur þær er áður voru fluttar konungum til áhrínis eða höfuðlausnar voru langar. Nóg um það fundarmenn vonuðu að þessi staka gæti orðið að áhrínisorðum engu að síður.

Ekki gengur orðalaust
ó, þú Páll og fleiri,
okkar fá' ei óma raust
svo aðrir landsmenn heyri.

                               bhg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.