Bæjarstjórnarskrifstofu lokað á Neskaupstað um áramót

Ákveðið hefur verið að loka skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í Neskaupstað um áramótin. Starfsemin verður flutt til Reyðarfjarðar. Tilhögunin á að spara sveitarfélaginu 15 milljónir króna árlega. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi í dag. Á skrifstofunni í Neskaupstað starfa ellefu starfsmenn, sem þurfa þá væntanlega að sækja vinnu til Reyðarfjarðar. Leki kom upp í húsnæði skrifstofunnar og ástand húsnæðisins þykir óviðunandi en leigusali hefur haft kvartanir að engu. Því var ákveðið að rifta leigusamningi um húsnæðið og flytja skrifstofuna á Reyðarfjörð.

fjarabygg.jpg

 

Talað er um að hugsanlega fái starfsmenn ökutækjastyrk og fái að aka fram og til baka í vinnutíma sínum fyrst um sinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.