Skip to main content

Bæjarstjórn sendi niðurskurðartillögu til föðurhúsanna

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. apr 2009 09:41Uppfært 08. jan 2016 19:19

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti ekki tillögu bæjarráðs og fræðslunefndar sveitarfélagsins frá því í mars um að fella niður álagsgreiðslur í hádegi hjá starfsmönnum leikskóla. Álagsgreiðslurnar höfðu verið framlengdar tímabundið við gerð síðustu kjarasamninga. Tillögurnar voru fram komnar vegna sparnaðaraðgerða hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni aftur til bæjarráðs. Starfsmenn leikskóla sveitarfélagsins héldu fund í vikunni þar sem fram kom megn óánægja með tillögu fræðslunefndarinnar, en greiðslurnar vega talsvert í launum starfsmanna.

fljtsdalshra_merki.jpg

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti ekki tillögu bæjarráðs og fræðslunefndar sveitarfélagsins frá því í mars um að fella niður álagsgreiðslur í hádegi hjá starfsmönnum leikskóla. Álagsgreiðslurnar höfðu verið framlengdar tímabundið við gerð síðustu kjarasamninga. Tillögurnar voru fram komnar vegna sparnaðaraðgerða hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni aftur til bæjarráðs. Starfsmenn leikskóla sveitarfélagsins héldu fund í vikunni þar sem fram kom megn óánægja með tillögu fræðslunefndarinnar, en greiðslurnar vega talsvert í launum starfsmanna.

fljtsdalshra_merki.jpg