Bæjarstjórn Fjarðarbyggðar biðlar til heilbrigðisráðherra um lausn á yfirlæknismáli

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar  sendi frá sér ályktun í kvöld þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að hlutast til um mál yfirlæknis heilsugæslunnar í sveitarfélaginu. „Traust og góð heilsugæsla er meðal þeirra grundvallarlífsgæða sem sóst er eftir í hverju samfélagi. Fátt skiptir heimili jafn miklu máli og góð og persónuleg þjónusta heimilislæknis. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem við er að glíma í heilsugæslu innan sveitarfélagsins og því óefni sem við blasir á Eskifirði.

 

Skorað er á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir lausn í máli yfirlæknis heilsugæslunnar í Fjarðabyggð. Íbúar í Fjarðabyggð gera tilkall til þess að búa við öryggi í heilsugæsluþjónustu,“ segir í ályktun bæjarstjórnar.

Helga Jónsdóttir, bæjarstýra, segir heilsugæsluna grundvallarþjónustu sem ríkið eigi að sjá öllum íbúum landsins fyrir. Hún truflist við það ástand sem er uppi og því vilji bæjarstjórnin biðja ráðherra að finna lausn á málinu sem fyrst.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.