Bæjarstjóri sækir um prestakall

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, er meðal þeirra þriggja sem sóttu um Kolfreyjustaðarprestakall. Hún þjónaði í Neskaupstað fyrir um tuttugu árum.

 

Umsækjendur voru kynntir í dag en umsóknarfrestur rann út á föstudag. Embættið er veitt frá 1. september næstkomandi. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Austfjarðaprófastsdæmis.

Nafn Jónu Kristínar vekur mesta athygli á listanum en hún hefur verið bæjarstjóri í Grindvík í rúmt ár. Hún útskrifaðist með embættispróf í guðfræði árið 1988 og fór til Neskaupstaðar strax eftir víxlu. Þar var hún í eitt ár áður en hún varð sóknarprestur í Grindavík. Því embætti gegndi hún til ársins 2006 þegar hún varð forseti bæjarstjórnar, en hún var efst á lista Samfylkingarinnar.

Aðrir umsækjendur eru Hólmgrímur Elís Bragason, sem undanfarin ár hefur þjónað á Reyðarfirði og Hornafirði. Þóra Ragnheiður Björnsdótir, cand. theol. sótti einnig um.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.