Skip to main content

Bjarmi í úrvalshóp FRÍ

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. mar 2009 11:00Uppfært 08. jan 2016 19:19

Bjarmi Hreinsson, sextán ára frjálsíþróttamaður úr Hetti, hefur um helgina æft með úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands. Alls eru í úrvals- og afrekshópnum 109 unglingar á aldrinum 15-22 af öllum aldri til æfinga.

 

Bjarmi var valinn í hópinn fyrir árangur sinn í sleggjukasti síðasta sumar. Hann átti langlengsta kastið í sínum aldursflokki í fyrra þegar hann þeytti sleggjunni 44,48 metra á Sumarleikum HSÞ. Bjarmi hefur einnig staðið sig gríðarlega vel í kúluvarpi og kringlukasti. Hann á ekki langt að sækja kasthæfileikana, en faðir hans er Hreinn Halldórsson. Karen Inga Ólafsdóttir, unglingalandsliðsþjálfari FRÍ, sér um æfingabúðirnar.