Bjarmi í úrvalshóp FRÍ

Bjarmi Hreinsson, sextán ára frjálsíþróttamaður úr Hetti, hefur um helgina æft með úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands. Alls eru í úrvals- og afrekshópnum 109 unglingar á aldrinum 15-22 af öllum aldri til æfinga.

 

Bjarmi var valinn í hópinn fyrir árangur sinn í sleggjukasti síðasta sumar. Hann átti langlengsta kastið í sínum aldursflokki í fyrra þegar hann þeytti sleggjunni 44,48 metra á Sumarleikum HSÞ. Bjarmi hefur einnig staðið sig gríðarlega vel í kúluvarpi og kringlukasti. Hann á ekki langt að sækja kasthæfileikana, en faðir hans er Hreinn Halldórsson. Karen Inga Ólafsdóttir, unglingalandsliðsþjálfari FRÍ, sér um æfingabúðirnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.