Ben Stiller á Seyðisfirði: Kurteis og vingjarnlegur við alla

ben_stiller_seydis_18072012.jpg
Bandaríski stórleikarinn Ben Stiller hefur eytt deginum í að þvælast um á Seyðisfirði og skoða tökustaði. Hann hyggst koma þangað aftur í haust og taka upp nýjustu kvikmynd sína, The Secret Life of Walter Mitty. 
 

Seyðfirðingar bera honum vel söguna, hann verið vingjarnlegur og heilsað fólki með handabandi. Hann hafi tekið vel í að stilla sér upp með Seyðfirðingum á mynd og meðal annars stillt sér upp með starfsfólki Samkaupa á staðnum.

„Hann er mjög almennilegur náungi, laus við allan hroka og leyfði okkur að taka myndir af okkur með honum,“ segir Ingibjörg Lárusdóttir en hún var einn þeirra Seyðfirðinga sem hittu Hollívúddstjörnuna.

„Það er mjög gaman að hafa svona frægan mann í bænum sem er ekki með neina stjörnustæla. Hann var kurteis, glaður og vingjarnlegur við alla.“

Ben Stiller tók vel í myndatökur með Seyðfirðingum. Hér er hann ásamt Samkaupsfólki. Mynd: Agnes Berg Gunnarsdóttir 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.