Búast við handboltamóttökum

Útsvarslið Fljótsdalshéraðs, sem tapaði í úrslitum fyrir liði Kópavogs, reiknar með höfðinglegum móttökum þegar það snýr aftur til Egilsstaða.

 

Image„Við höfum jafnað árangur íslenska landsliðsins í handbolta með að komast í úrslit,“ sagði Stefán Bogi Sveinsson, einn liðsmanna, í samtali við Austurgluggann í gær. „Við reiknum með mannfjölda á flugvellinum og ferð á heyvagni í gegnum Egilsstaði.“

Á þessu eru samt ýmsir vankantar. Stefán Bogi fór fyrstur austur og Urður Snædal fer ekki austur þar sem hún býr á Akureyri. Austurglugganum er ekki kunnugt um ferðaáætlun Þorsteins Bergssonar en reikna má með að hún endi á Unaósi.

Í kvöld keppir ME við MR í Gettu betur. Útsendingin hefst klukkan 20:05. Reikna má með að hátt í eitt hundrað menntskælingar hafi fylgt liðinu suður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.