Banaslys í Jökulsárhlíð

Banaslys varð í Jökulsárhlíð í snemma í morgun. Karlmaður á sextugsaldri ók dráttarvél út af afleggjara að bænum Hlíðarhúsum og virðist hún hafa oltið ofan í Fögruhlíðará. Ættingjar mannsins höfðu undrast um hann í morgun og gert að honum leit. Nágrannar fundu hann í ánni um hádegisbil og var hann þá enn með lífsmarki. Hann lést skömmu síðar þrátt fyrir lífgunartilraunir. Dánarorsök liggur ekki fyrir, að sögn lögreglu.

kross.gif

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.