Austfirskir hönnuðir sýna í Norræna húsinu

Elísabet Agla Stefánsdóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir, meistaranemar í fatahönnun við hinn virta danska skóla Kolding, sýna verk sín í Norræna húsinu í Reykjavík. Báðar sýna BA verkefni sín og endurhönnun á eldri þjóðbúningum frá Norðurlöndunum.

 

honnunarsyning_agla_sigrun_0002_pressan.jpgElísabet Agla sýnir BA verkefni sitt sem byggir á skáldsögu Kristínar Ómarsdóttur, Elskan mín ég dey. Agla endurskapar persónur sögunnar og hannar föt á þær í samræmi við örlög þeirra í sögunni. Að auki sýnir hún endurhönnun sína á íslenska faldbúningnum.

Í lokaverkefni sínu hannaði Sigrún Halla hinn fullkomna mann, fatalega séð, fyrir þrjár bestu vinkonur sínar sem aðstoðuðu hana við verkefnið. Hún sýnir einnig endurhönnun á grænlenskum skinnjakka sem byggir á Amaat-skinnjökkunum sem Grænlendingar eru þekktir fyrir.

Sýningin stendur til 18. apríl og er opin á opnunartíma Norræna hússins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.