Austfirsk bókavaka í Safnahúsinu

Annað kvöld, 3. desember, verður Bókavaka Safnahússins haldin og hefst hún kl. 20. Líkt og í fyrra er bókavakan alaustfirsk, þ.e. að þeir rithöfundar sem fram koma eru allir Austfirðingar. Þeir höfundar sem stíga á stokk eru alls fimm talsins: Vilhjálmur Hjálmarsson, Elfa Hlín Pétursdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ingunn Snædal og Smári Geirsson.

bkasur.jpg Þeirri venju er haldið að bjóða upp á fjölbreytt efni, en á efnisskránni eru tvær ljóðabækur, ein byggðasaga, ein sveitarlýsing og ein þýdd bók. Höfundarnir eru einnig misreyndir í bókum talið, allt frá því að vera að gefa út sína fyrstu bók og til þess að vera að gefa út bók nr. 20.Á laugardaginn (5. desember) verður svo hin árlega Jólagleði fjölskyldunnar í Safnahúsinu. Hefst hún kl. 14. Jólagleðin hefur fyrir löngu unnið sér sess og er jafnan vel sótt af fólki á öllum aldri. Í ár verður boðið upp á jólasmiðjur og jólaföndur. Fengist verður við laufabrauðsgerð og gert verður jólaskraut. Einnig verða kynntir erlendir jólasiðir. Miklar líkur eru svo á að jólasveinar komi í heimsókn og jafnvel móðir þeirra líka.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.