Austfirðingar lögðu Húnvetninga í lomberslag

lomberslagur2011.jpgHúnvetningar og Austfirðingar mættust í sínum árlega lomberslag í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði um seinustu helgi. Jafnt var í liðum, 22 að austan og vestan. Spilað var á ellefu borðum frá morgni til kvölds og alls gefið í 1716 spil.

 

Þegar upp var staðið urðu úrslit þau að Austfirðingar voru með 434 mínusstig á móti 1254 mínusstigum Húnvetninga. Austfirðingar höfðu því sigur í þetta sinn sem var fimmta skiptið sem lomberspilarar úr þessum tveimur landshlutum reyna með sér.

Mikil leikgleði ríkti í Sveinbjarnargerði þennan dag og var bundist fastmælum að mætast þar aftur að ári til að spila þetta 600 ára gamla spil sem var á öldum áður vinsælt fjárhættuspil um alla Evrópu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.