Austfirðingar kaupa Ostalyst og Pollyönnu

Bókamarkaður Félags Íslenskra bókaútgefenda opnaði í gömlu Naglabúðinni á Egilsstöðum nú fyrir helgina.  Á fjórða þúsund bókatitlar eru í boði á markaðnum.

bokamarkadurinn.jpgAð sögn Kristjáns Karls Kristjánssonar forsvarsmanns Bókamarkaðarins eru söluhæstu titlarnir hér eystra Ostalyst og Pollyanna.   ,,Ostalyst er vönduð stór bók og Pollyanna er alltaf sígild, báðar á góðu verði.  Þetta er sami bókamarkaðurinn, með sömu titlum og er haldinn í Perlunni og á Akureyri árlega, þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur hér austur", segir Kristján.

Bókamarkaðurinn opnaði í suðurenda Kaupfélagshússins, gömlu Naglabúðinni á Egilsstöðum síðasta mðvikudag, þann dag var opið fyrir bókasöfn á svæðinu, síðan opnaði hann fyrir almenning á fimmtudaginn.

Á fjórða þúsund bókatitla er í boði á markaðnum, allir mögulegir bókatitlar frá barnabókum fyrir yngstu lesendurna upp í handbækur og vísindarit af öllu tagi og allt þar á milli.

Algeng verð á bókum á markaðnum er frá 490 krónum upp í 990 krónur hver bók.  En dæmi eru um verð á bókum frá 100 krónum upp í 19.800, sem er ritsafn að sögn Kristjáns.

Tveir starfsmenn vinna með Kristjáni við afgreiðslu og uppröðun á Bókamarkaðnum en það voru konur í Soroptimista klúbbnum á svæðinu sem unnu við að stilla Bókamarkanum upp, það er mikið verk sagði Kristjan og þær munu hjálpa til við að pakka honum saman aftur.

Bókamarkaðurinn verður opinn frá klukkan 11:00 til 18:00 í Naglabúðinni til 9. mai.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.