Aukin ábyrgð heimamanna innan HSA

Yfirmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð bera framvegis aukna ábyrgð á rekstri starfsstöðva stofnunarinnar í sveitarfélaginu. Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar því að ábyrgðin sé færð heim í hérað.

 

ImageLilja Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, tekur yfir þann rekstrarlega þátt starfsstöðva HSA í Fjarðabyggð, sem áður var í höndum lækningaforstjóra. Valdimar O. Hermannsson, forstöðumaður innkaupa- og rekstrarsviðs, tekur við mannauðsmálum nema að núverandi mannauðsstjóri sér fyrst um sinn um ráðningar lækna.

Þetta er meðal þeirra skipulagsbreytinga sem forsvarsmenn HSA kynntu á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í vikunni.

Ráðið fagnaði því að dagleg stjórnun lækna- og hjúkrunarmála færist í hendurnar á heimamönnum. Það hvetur stjórnendur til að finna varanlega lausn ámönnunarmálum í læknis- og hjúkrunarfræðistöður og haldi heimamönnum vel upplýstum.

„Það er meginskylda allra hagsmunaaðila að snúa bökum saman í þessum efnum, leggja til hliðar fyrri skærur og horfa til framtíðar með hagsmuni, velferð og öryggi íbúa Fjarðabyggðar að leiðarljósi og leysa málin innan frá frekar en vera með stóryrði í fjölmiðlum,“ segir í bókunni.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði, Jens Garðar Helgason, lagði fram sérstaka bókun þar sem hann harmaði ummæli yfirlæknis HSA þar sem hann kenndi íbúum Fjarðabyggðar um ástandið í læknamálum í Fjarðabyggð. „Eru ummælin ekki til þess fallin að lægja öldur og ná sáttum um stöðu heilbrigðismála í Fjarðabyggð.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.