Atvinnumálaþing á föstudag

Atvinnumálaþing verður haldið föstudaginn 6. mars kl. 14.00 - 17.00, í Valaskjálf, Egilsstöðum. Á fundinum flytja framsögur formaður atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs og fulltrúar atvinnulífsins í sveitarfélaginu. Atvinnurekendur og íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í mikilvægri umræðu um atvinnulífið.

215307_63_preview.jpg

Stoðstofnanir atvinnulífsins kynna þjónustu sína og verða til viðtals.

Þátttakendur ræða í vinnuhópum m.a. um rekstrarumhverfið og stöðuna, hlutverk opinberra aðila og stoðkerfisins, tækifæri framtíðarinnar, menntun og nýsköpun í fyrirtækjum ofl. Á fundinum verða einnig teknar til umræðu hugmyndir um stofnun vettvangs atvinnulífsins á Héraði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.