Atvinnumálafundur á Borgarfirði eystra

Fundur um atvinnumál verður haldinn á Borgarfirði eystra fimmtudaginn 30. apríl 2009 kl. 17 í Fjarðarborg.

Allir hvattir til þess að mæta. Atvinnuástand á Borgarfirði er gott um þessar mundir, en engu að síður vill sveitarstjórn efna til umræðu um atvinnumál þar sem hugað er að nánustu framtíð.

Fluttir verða þrír fyrirlestrar sem tengjast atvinnuvegum á Borgarfirði og reynt að leggja mat á hvernig þróun þeirra verður á næstunni. Þá verður einn fyrirlestur um jarðfræði svæðisins og tengsl við hugsanlega nýtingu olíu vegna fréttaflutnings þar um að undanförnu.

Dagskrá fundarins.

 

Landbúnaður.

Fjölbreyttari tekjumöguleikar í hefðbundnum landbúnaði.

Þorsteinn Bergsson bóndi og Sigurjón Bjarnason endurskoðandi.

 

Sjávarútvegur.

Biopol á Skagaströnd, dæmi um tilraunavinnslu á lítið nýttu hráefni

Halldór Gunnar Ólafsson sjávarútvegsfræðingur.

 

Ferðaþjónusta.

Ferðaþjónusta arðsöm atvinnugrein?

Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands.

 

Olíuvinnsla.

Hugleiðingar um jarðfræði Austurlands og örlög Grænlandsbútsins.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.

 

Auknar líkur á olíu við Austfirði

 

 

Fundinum lýkur með almennum umræðum og boðið verður upp á súpu og brauð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.