Atvinnuleysi tvöfaldast á fáum mánuðum

Fjöldi atvinnulausra á Austurlandi hefur tvöfaldast á innan við hálfu ári. Síðan í október hefur fjölgað jafnt og þétt á skránni og nú eru 424 skráðir atvinnulausir á öllu Austurlandi, 217 karlar og 207 konur.

 

 

vinnumalastofnun_egilsstodum.jpgOftast eru mun fleiri konur á skrá en karlar. Í lok ágúst voru 199 á atvinnuleysisskrá, 71 karl og 128 konur. Á sama tíma hefur Vinnumálastofnunin á Austurlandi haft úr 8 til 10 störfum að moða. Ekki er endilega víst að hægt sé að finna starfsmenn í öll þau störf því kröfur um sérhæfingu gera það að verkum að ekki passar saman framboð og eftirspurn. 

Að sögn Ólafar Guðmundsdóttur, forstöðumanns Vinnumálastofnunar á Austurlandi, er aðaláherslan í starfi stofnunarinnar um þessar mundir „að koma nýjum atvinnuleitendum fljótt og vel inn í kerfið, þegar viðeigandi gögn hafa borist, svo að hægt sé að tryggja framfærslu atvinnuleitenda. Auk þess er mikil vinna lögð í að kom ungum atvinnuleitendum á aldrinum 16-25 ára í úrræði. Nú í janúarmánuði haf verið haldin námskeið fyrir þennan hóp vítt og breitt um Austurland, frá Hornafirði til Vopnafjarðar og verður vinnunni haldið áfram í því, samkvæmt því stóra verkefni sem kynnt hefur verið á heimasíðu Vinnumálastofnunar undanfarnar vikur. Þá hefur hópur atvinnuleitenda farið í sértæk og lengri úrræði og líkar flestum vel það sem boðið hefur verið upp á. Einnig munum við sinna öðrum atvinnuleitendum á næstu vikum eins og við mögulega getum. Við erum í nánu samstarfi við ÞNA og er það mjög mikilvægt á þessum tíma," segir Ólöf .

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.