Atvinnuleitarmiðstöð opnuð í Fjarðabyggð

Í gær var staðfest samkomulag um rekstur miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Fjarðabyggð. Hún verður til húsa að Búðareyri 1 á Reyðarfirði, en einnig verður þjónustu við atvinnuleitendur sinnt í starfsstöðvum AFLs og Þekkingarnets Austurlands víðar í Fjarðabyggð. Þegar er búið að ráða starfsmann til miðstöðvarinnar og er það Guðrún Sælín Sigurjónsdóttir. 475 eru nú skráðir atvinnulausir á Austurlandi, 295 karlar og 180 konur.

atvinnuleit_vefur_3.jpg

Þeir sem koma að stofnun miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Fjarðabyggð eru AFL starfsgreinafélag, VR, Reyðarfjarðardeild Rauða kross Íslands, Þekkingarnet Austurlands og Vinnumálastofnun auk sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Þekkingarnet Austurlands mun leiða verkefnið.

 Markmiðið með rekstri miðstöðvarinnar er að bjóða íbúum Fjarðabyggðar sem eru í atvinnuleit upp á samþætta þjónustu og tækifæri til að finna kröftum sínum viðnám, ásamt því að byggja upp starfsemi miðstöðvarinnar í formi námskeiða, náms- og starfsráðgjafar og annarrar ráðgjafar og þjónustu. Jafnframt verður leitast við að greiða götu fólks að námsleiðum í framhalds- og háskólum. Miðstöðin verður opin alla virka daga frá níu til fjögur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.