Atvinnuleitarmiðstöð opnuð í Fjarðabyggð
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. apr 2009 08:31 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Í gær var staðfest samkomulag um rekstur miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Fjarðabyggð. Hún verður til húsa að Búðareyri 1 á Reyðarfirði, en einnig verður þjónustu við atvinnuleitendur sinnt í starfsstöðvum AFLs og Þekkingarnets Austurlands víðar í Fjarðabyggð. Þegar er búið að ráða starfsmann til miðstöðvarinnar og er það Guðrún Sælín Sigurjónsdóttir. 475 eru nú skráðir atvinnulausir á Austurlandi, 295 karlar og 180 konur.
Þeir sem koma að stofnun miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Fjarðabyggð eru AFL starfsgreinafélag, VR, Reyðarfjarðardeild Rauða kross Íslands, Þekkingarnet Austurlands og Vinnumálastofnun auk sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Þekkingarnet Austurlands mun leiða verkefnið.