Athafnasemi í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði

Á þriðjudag opnaði formlega nýtt námsver Þekkingarnets Austurlands á Reyðarfirði. Er það í húsi AFLs starfsgreinafélags að Búðareyri 1, í byggingu sem nú er byrjað að kalla ,,fróðleiksmolann,“ og má segja það nafn með rentu. Námsverið tók til starfa í janúarlok. Starfsemi ÞNA í húsinu verður mjög fjölbreytt.

raunfrnimatstskrift_vefur.jpg

Má þar nefna verkefnisstjórn raunfærnimats, náms- og starfsráðgjöf og námskeiðahald auk hópa og einstaklinga sem nýta sér fjarfundabúnaðinn. Starfsendurhæfing Austurlands mun einnig nýta kennsluhúsnæðið fyrir sína starfsemi.

 

Þekkingarnetið deilir skrifstofu á 1. hæð hússins með AFLi, Starfsendurhæfingu Austurlands og Krabbameinsfélags Austurlands/Austfjarða.  Á sömu hæð eru tvær kennslustofur, önnur fyrir allt að 75 manns en hin er fyrir smærri hópa eða allt að 20. Þá er vel búið alrými tengt kennsluaðstöðunni.

Húsið er mjög vel búið tækjum til kennslu og fundarhalda og má m.a. nefna gott hljóðkerfi og búnað til sýninga og kennslu um skjávarpa. Búnaðurinn sem settur var upp á að geta annað rúmlega hundrað manna samkomum í húsinu. Í kennsluaðstöðunni eru tveir fjarfundabúnaðir og er því unnt að stunda fjarnám og taka þátt í ráðstefnum þar.

Þegar 2. hæð hússins verður tilbúin fær ÞNA alla 1. hæðina til sinna afnota. Verður þá komin aðstaða fyrir námsmenn sem vilja stunda nám á staðnum.

  vefur.jpg 14 vélvirkjanemar útskrifaðir úr raunfærnimati 

Á þriðjudag voru jafnframt útskrifaðir 15 vélvirkjanemar úr raunfærnimati. Er það menn sem unnið hafa við vélvirkjun um árabil án þess að ljúka sveinsprófi. Í gegnum raunfærnimatið fengu þeir þekkingu og verkkunnáttu sína metna til eininga og liggur þá fyrir hversu marga áfanga þeir eiga eftir til að ljúka sveinsprófinu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.