Arnbjörg sækir um embætti fiskistofustjóra

Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðfirðingur og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, er meðal tólf umsækjenda um embætti fiskistofustjóra. Umsóknarfrestur rann út á fimmtudag í síðustu viku. Tveir aðrir fyrrverandi þingmenn eru meðal umsækjenda. Sjávarútvegsráðherra skipar í stöðuna frá og með 1. september n.k.

arnbjrg_vefur.jpg

Umsækjendur um embætti fiskistofustjóra:

 
  1. Arnbjörg Sveinsdóttir
  2. Árni Múli Jónasson
  3. Dagmar Sigurðardóttir
  4. Einar Matthíasson
  5. Eyjólfur Vilberg Gunnarsson
  6. Grímur Valdimarsson
  7. Guðbrandur Sigurðsson
  8. Halldór Eiríkur S. Jónhildarson
  9. Hilmar Ögmundsson
  10. Magnús Stefánsson
  11. Sigurjón Þórðarson
  12. Valtýr Þór Hreiðarsson
  -

Árni Múli Jónasson var settur fiskistofustjóri 15. júní í sumar til 1. september. Árni Múli hefur undanfarin ár gegnt starfi aðstoðarfiskistofustjóra og verið staðgengill Þórðar Ásgeirssonar, sem verið hefur fiskistofustjóri frá stofnun Fiskistofu árið 1992. Þórður Ásgeirsson hefur ákveðið að láta af störfum.

-

Mynd: Arnbjörg Sveinsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.