Skip to main content

Annar látinn og hinn mikið slasaður

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. júl 2009 23:26Uppfært 08. jan 2016 19:20

Annar tveggja manna um borð í einkaflugvélinni sem brotlenti á Vopnafirði í dag lést í slysinu. Hinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur mikið slasaður. Rannsóknarnefnd flugslysa og lögregla í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði fara með rannsókn málsins.

 

ImageFlugvélin, Cessna 180 TF-GUN, sem var að koma af flugvellinum á Vopnafirði, brotlenti örskammt frá veiðihúsinu Hvammsgerði við Selá síðdegis. Rafmagnslína þar hjá er slitin, en ekki er ljóst hvort flugvélin fór utan í hana, þó það þyki líklegt. Maðurinn sem lést var um fimmtugt, en hinn um sextugt.