Á annað þúsund manns mættu í kirkjurnar í Vopnafirði um hátíðarnar

stefan_mar_gunnlaugsson.jpgStefán Már Gunnlaugsson, sóknarprestur í Hofsprestakall, segist ánægður með kirkjusókn í söfnuðinum um hátíðarnar. Messað var alla hátíðisdagana í kirkjunum auk þess var helgistund í Sundabúð.

 

„Samtals sóttu 500 manns  guðsþjónustur í kirkjunum um aðventuna, jól og áramót, en á Vopnafirði búa um 650 manns,“ segir Stefán. Ekki er talin með þátttaka í öðrum athöfnum en hann áætlar að á annað þúsund manns hafi sótt kirkjurnar á tímabilinu séu þær taldar með.

„Það er ánægjulegt að sjá hvað margir finna sig velkomna í kirkjuna. Á fyrsta sunnudegi í aðventu var guðsþjónusta í Vopnafjarðarkirkju og á öðrum sunnudegi í aðventu var aðventuhátíð, en hún var var vel sótt og bæta þurfti við stólum í kirkjuna, en hún tekur 170 manns í sæti.

Þátttaka barnanna var þar áberandi en barnakór söng, börn úr tónlistarskólanum voru með tónlistaratriði, fermingarbörn og börn úr 10-12 ára starfinu voru með helgileik. Kirkjukórinn söng, Kristján L. Möller, alþingismaður, flutti hugleiðingu og æskulýðsfélag kirkjunnar bauð kirkjugestum upp á aðventukaffi.

Um jólin var var aftansöngur á aðfangadag og var kirkjan þéttsetinn að venju.  Á jóladag var mjög góð kirkjusókn í hátíðarguðsþjónustu í Hofskirkju. Á öðrum degi jóla var fjölsótt fjölskylduguðsþjónusta í Vopnafjarðarkirkju þar sem börn í 2.-5. bekk sýndu jólahelgileikinn og fermingarbörn fluttu bænir. Þá var helgistund á hjúkrunardeild Sundabúðar á þriðja degi jóla.

Um áramót var aftansöngur á gamlárskvöld í Vopnafjarðarkirkju og á nýársdag var hátíðarguðsþjónusta í Hofskirkju, þar sem Ólafur B. Valgeirsson, formaður sóknarnefndar Vopnafjarðarkirkju, prédikaði.

Þá var þátttaka barna og unga fólksins góð eins og raunar alla samkomudaga í kirkjunni árið um kring. Hefðin á Vopnafirði er sterk fyrir traustu kirkjustarfi og helgihaldi, sem birtist í hlýhug í garð kirkjunnar og margir vilja leggja starfinu lið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.