Andrés önd með Norrænu

Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði í gær og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er ýmislegt sem kemur upp úr skipinu. Þetta virðist vera bíll Andrésar andar en enginn varð þó var við Andrés sjálfan. Bíllinn mun vera á leið á sýningu hjá N1. Skipið siglir utan með kvöldi. Siglingar Norrænu í haust hafa gengið vel og engin ferð hefur verið felld niður vegna veðurs. Ferjan verður ekki í siglingum 5.-19. desember, því þá á hún að þjóna sem hótel í Kaupmannahöfn vegna alþjóðlegu loftslagsráðstefnunnar.

bll_r_norrnu.jpg

 

-

Mynd/Hallgrímur Harðarson/Smyril Blue Water.

 

norrna.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd/SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.