Alþjóðleg athafnavika á Íslandi kynnt í dag

Kynningarfundur á Alþjóðlegri athafnaviku verður haldinn á Hótel Hérað í dag kl. 17.  Á fundinum munu starfsmenn Innovit  sem er umsjónaraðili að verkefninu á Íslandi, kynna verkefnið og svara fyrirspurnum.

Tilgangur alþjóðlegrar athafnaviku sem er haldin á sama tíma í 100 löndum er að:

 

·          Virkja alla þjóðina til jákvæðra verka og vekja athygli á mikilvægi athafnasemi fyrir samfélagið í heild sinni.

 

·          Senda jákvæð og uppbyggileg skilaboð til Íslendinga nú þegar svartsýni og bölmóður er alltof algengt viðhorf í þjóðfélaginu.

 

·          Snúa við umræðunni um atvinnulífið og gefa Íslendingum tilefni til að horfa björtum augum fram á veginn.

 

Hugmyndin er sú að íslendingar taki þátt í þessari viku með fjölbreyttum viðburðum og almennri athafnasemi. Verkefnið byggir á samvinnu menntastofnanna, sveitarfélaga ,atvinnulífsins , félagasamtaka, góðgerðarsamtaka og einstaklinga. 

 

 Á heimasíðunni www.athafnavika.is má nálgast frekari upplýsingar um verkefnið.

 

Dögunum er skipt niður í ákveðnar áherslur sem eru:

 

Athafnasemi kvenna – Dagur helgaður konum í atvinnulífinu

 

Opin nýsköpun – Dagur helgaður nýsköpun á öllum sviðum

 

Íslenskir grunnatvinnuvegir – Dagur helgaður íslenskum grunnatvinnuvegum

 

Samfélagsleg nýsköpun – Dagur helgaður athafnasemi í þágu samfélagsins

 

Skapandi iðnaður – Dagur tileinkaður skapandi hugsun, listum og menningu.

 

 

 

Allir velkomnir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.