Alþjóðadagur læsis 8. september

Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1965 helgað 8. september ár hvert málefnum læsis. Í yfirlýsingu frá UNESCO segir að læsi teljist til grunnlífsleikni og lýst yfir að læsi sé kjarni alls náms og varði því alla. Í tilefni af Degi læsis á Íslandi í næstu viku munu Austurglugginn, Morgunblaðið og Víkurfréttir birta framhaldssögu í átta köflum fyrir börn. Kaflarnir birtast einu sinni í viku.

children_reading21.jpg

Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri hefur frá stofnun þess 1999 unnið að málefnum læsis. Ákveðið hefur verið að Skólaþróunarsviðið standi ár hvert fyrir dagskrá sem tengist læsi. Annað hvert ár verða ýmiss konar viðburðir en hitt árið verður haldin ráðstefna um læsi, sú fyrsta á Akureyri 11. september 2010. Í læsi felst ritun, tal, lestur og hlustun. Rósa Eggertsdóttir, sérfræðingur á Skólaþróunarsviði HA, segir staðreynd að lestrarfærni íslenskra ungmenna verði sífellt lakari eftir því sem á líður, sbr. PISA. ,,Strákum fer mun meir aftur en stelpum," segir Rósa. ,,Á PISA 2006 voru strákar undir meðaltali og stelpur stefndu hraðbyri þangað. Sennilega er hér um hópinn að ræða sem ,,getur lesið en gerir það ekki," - hópinn sem iðkar ekki lestur nema hann verði."  Sameinuðu þjóðirnar settu auk dags læsis einnig á áratug læsis og lýkur honum árið 2012. Hvorugu málefninu hefur Ísland sinnt fyrr en nú í ár.   

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.