Aðalsteinn í sauðburði

Nú stendur sauðburður sem hæst í sveitum, mikið að gera, fjölmennt á sumum bæjum og sauðburður um það bil hálfnaður víðast hvar. Fátítt mun samt vera að fjórir menn vinni við sauðburð á sama bænum sem allir heita sama nafninu.

adalsteinar.jpgÁ Vaðbrekku í Hrafnkelsdal eru sauðburðarmenn margir og fyrir kemur að þar eru við störf fjórir Aðalsteinar á sama tíma. Þessi Aðalsteinaskari er að vísu skyldur, allir eru þeir afkomendur Aðalsteins Jónssonar sem bjó á Vaðbrekku 1922 til 1972 ásamt konu sinni Ingibjörgu Jónsdóttir.

Sitjandi á garðabandi taldir frá vinstri Aðalsteinn Sigurðarson (Aðalsteinn), Aðalsteinn Aðalsteinsson (Steini), Aðalsteinn Aðalsteinsson (Danni), og Aðalsteinn Jónsson (Alli).

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.