Aðalmeðferð í Djúpavogssmygli
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. júl 2009 09:21 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Aðalmeðferð í máli gegn sex karlmönnum sem sakaðir eru um að hafa reynt að smygla ríflega eitt hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu í gegnum Djúpavog í apríl fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Fimm mannanna eru Íslendingar en sá sjötti, Peter Rabe, Hollendingur. Hann er kærður fyrir að skipuleggja innflutninginn. Efnin sem gerð voru upptæk í málinu voru 55 kg af amfetamíni, 54 kg af kannabis og rúm 9 kíló af MDMA töflum. Efnin komu frá Belgíu með skútunni Sirtaki. Slöngubát var siglt á móts við hana við Djúpavog. Þar var efnunum skipað upp í bíl og ekið af stað með þau áleiðis til Selfoss. För þess bíls var stöðvuð og síðan hófst eltingaleikurinn við skútuna.Á Selfossi stóð til að afhenda efnin óþekktum aðila. Hinir ákærðu hafa neitað að segja til hans.