700.IS Hreindýraland 2009
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. mar 2009 15:12 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Videó- og kvikmyndahátíðin www.700.is Hreindýraland verður haldin í fjórða sinn á Fljótsdalshéraði og nágrenni 21. – 28.mars næstkomandi. Þessi tilrauna-kvikmyndalistahátíð verður haldin með nýju sniði að þessu sinni, þar sem ákveðið var að nú skyldi sjónum beint að videó-innsetningum. Því munu 7 listamenn, eða pör, vinna slíkar innsetningar í Sláturhúsið á Egilsstöðum, en einnig hafa verið valin 4 prógrömm frá gestasýningastjórum sem verða sýnd í nágrenninu meðan hátíðin stendur; á Eiðum, í Skaftfelli á Seyðisfirði, á Skriðuklaustri og í Þekkingarsetri Austurlands á Egilsstöðum.
Fyrirhugað er að halda stærri hátíð (með fleiri listamönnum, námskeiðum o.s.frv. eins og verið hefur til þessa) annaðhvert ár, en hafa hana lágstemmdari með meiri innsetningum hitt árið. Listamennirnir sem sýna í Sláturhúsinu eru: Andreas Templin (ÞÝS); Johanna Reich (ÞÝS); Julie Sparsö Damkjaer (DAN); Hrafnkell Sigurðsson (ÍS); Lana Vogestad (USA/ÍS); Sigrún Lýðsdóttir & Tom Goulden (ÍS+BRE); Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir (ÍS) Gestasýningastjórar/hátíðir: Agricola de Cologne / Cologne OFF (Online Film Festival) (ÞÝS); Pascale Moyse / MOVES (Movement on Screen) (BRE); Eva Olsson & Jonas Nilsson / AVS, Art Video Screening (Örebro Festival) (SVÍ); Pau Pascuale Galbis / VAIA, International Video Art Festival (SPÁ)