Arctic Project framleiðir nýtt tónlistarmyndband Hinemoa: Leikkonan féll í á loksins þegar það var hentugt veður

hinemoaÍ dag kom út nýtt tónlistarmyndband við lagið Bye Bye Birdie með hljómsveitinni Hinemoa. Myndbandið er unnið af Djúpavogsbúunum Skúla Andréssyni og Sigurði Má Davíðssyni hjá Arctic Project og er skotið í nágrenni Djúpavogs. Aldís Sigurjónsdóttir, 10 ára stúlka frá Djúpavogi, fer með aðalhlutverkið í myndbandinu.

Verkefnið tafðist töluvert vegna óhagstæðra veðurskilyrða. „Við skrifuðum handritið út frá góðu veðri en fengum svo ekkert gott veður í sumar, svo þetta tafðist töluvert,“ segir Skúli í samtali við Austurfrétt.

Skúli segir Aldísi hafa staðið sig vel í hlutverki sínu í myndbandinu. „Upphaflega var handritið skrifað með tvær stúlkur í huga, en við misstum aðra í sumarfrí í einn og hálfan mánuð, svo Aldís tók bara aðalhlutverkið að sér og stóð sig ótrúlega vel.“

Leikkonan féll í ánna
Þegar veðrið var loksins hentugt fyrir upptökur varð óvænt uppákoma. „Við tókum fyrstu senuna með henni, þarna við fossinn og hittum loksins á gott veður, en þá rann Aldís á steini og féll ofan í ánna, alveg á bólakaf. Flestir krakkar hefðu sennilega hætt við þetta eða foreldrar tekið barnið burt, en hún harkaði af sér og foreldrar hennar eru miklir meistarar.

Við skelltum bara fötunum hennar í þurrkarann og náðum að halda áfram. Við vorum gríðarlega fegnir,“ segir Skúli, sem vill jafnframt koma á framfæri þökkum til meðlima Hinemoa fyrir að gefa þeim félögum alveg frjálsar hendur við gerð myndbandsins og sýna austfirska veðrinu þolinmæði.

Kristófer Nökkvi Sigurðsson, trommari Hinemoa, er frá Egilsstöðum og í viðtali við Vísi.is í dag segir hann að hljómsveitin sé ótrúlega ánægð með vinnu Skúla og Sigurðar og að þrátt fyrir að verkefnið hafi tafist hafi biðin verið þess virði.

„Þeir áttu hugmyndavinnuna skuldlaust og reyndu að tengja myndbandið við textann í laginu. Þeir fengu algjörlega lausan taumin og við treystum þeim fyrir verkefninu,“ segir Kristófer Nökkvi.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.