35.000 metrar syntir í Stefánslaug

Gamlárssund sunddeildar Þróttar fór fram á gamlársdag síðastliðinn. Syntir voru tæpir 1400 ferðir í Stefánslaug í Neskaupstað. Það gera um 35.000 metra. Var þetta fjáröflunarsund og söfnuðust rúmlega 50 þúsund krónur.  

 

 

„Þetta er ein af  fjáröflunum sem við stöndum fyrir til styrktar sunddeild Þróttar. Þetta hefur verið árlegt síðastliðin tíu ár. Sundgestir fá semsagt frítt ofan í en geta styrkt sunddeildina að vild,“ segir Svanlaug Aðalsteinsdóttir formaður unddeildarinnar.

Að sögn Svanlaugu tóku tæplega 60 manns þátt í Gamlárssundinu að þessu sinni. „Fólk synti auðvitað mislangt en þau Jón Hlífar Aðalsteinsson og Ágústa Vala Viðarsdóttir syntu lengst. Hann synti 140 ferðir sem eru 3500 metrar en Ágústa synti 100 ferðir eða 2500 metra,“ segir hún.

Við hjá Sunddeild Þróttar eru bara mjög þakklát fyrir stuðninginn og þessi góðu viðbrögð sem þessiskemmtilegi siður fékk og hefur. Þetta staðfestir bara að hann er klárlega að búinn að festa sig í sessi hjá mögum sundgestum. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.