Skriðuklaustur á frímerki

skriduklaustur_frimerki.png

Nýjasta frímerki Íslandspósts er tileinkað fornleifauppgreftrinum á Skriðuklaustri í Fljótsdal sem formlega lauk í sumar.

Merkið var gefið út í síðustu viku á degi frímerkisins. Verðmætið er 635 krónur, ætlað á 1500 gramma pakka. Hönnuðurinn er Borgar Hjörleifur Árnason.

Á frímerkinu ber að líta grunnform klausturrústanna auk nokkurra muna sem fundust við uppgröftinn, til að mynda Barbörulíkneski.

Nýverið var haldið upp á 500 ára vígsluafmæli Skriðuklausturskirkju og endalok formlegra fornleifarannsókna í klaustrinu en þær hafa gjörbreytt sýn manna á íslenskt klausturlíf á miðöldum.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.