05. september 2022
Setti brautarmet á Tour de Ormurinn
„Þetta var aðeins öðruvísi en ég átti von á því ég gerði ráð fyrir að við myndum hjóla hratt allan tímann og þetta yrði dálítið samvinna en svo fékk ég góða keppni frá frönskum hjólreiðamanni sem var mjög sterkur og við vorum að reyna að slíta okkur frá hvor öðrum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti brautarmet í hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn sem fram fór fyrir skömmu.