Þrjár að austan í blaklandsliðinu
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. ágú 2022 09:36 • Uppfært 26. ágú 2022 09:39
Þrír leikmenn, aldir upp í Þrótti í Neskaupstað, eru í íslenska kvennalandsliðinu sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins.
Leikmennirnir eru þær María Rún Karlsdóttir, Tinna Rut Þórarinsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir. María og Tinna spila í dag með Aftureldingu en Valdís með KA. Þá þjálfaði þjálfarinn Borja Gonzales Þrótt áður.
Liðið spilaði í vikunni í Svartfjallalandi. Leikurinn komst í fréttirnar hér þar sem hluti hópsins fékk matareitrun úr menguðu vatni á hótelinu. Leikurinn tapaðist 3-0, sem og fyrsti leikurinn gegn Tékkum. Þriðji leikurinn er í Finnlandi á morgun.
Íslenska liðið leikur síðan gegn þessum liðum á heimavelli í byrjun september.