Skip to main content

Fjórir á EM í fimleikum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. sep 2022 11:33Uppfært 20. sep 2022 12:42

Fjórir iðkendur úr Hetti voru með íslensku unglingalandsliðunum sem kepptu á Evrópumótinu í Lúxemborg um helgina.


Andrés Ívar Hlynsson var í drengjalandsliðinu en þeir Ásgeir Máni Ragnarsson, Bjartur Blær Hjaltason og Þorvaldur Jón Andrésson í blönduðu liði.

Bæði liðin komust í úrslit keppninnar og bættu við sig fimm stigum frá forkeppninni, sem telst ágætis árangur. Þau enduðu bæði í fimmta sæti.

Blandaða liðið í keppni: Mynd: Fimleikasamband Íslands/Ingvar