Blak: Fjögur frá Þrótti í æfingahópum U-17
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. sep 2022 07:53 • Uppfært 21. sep 2022 11:01
Fjórir leikmenn úr Þrótti Neskaupstað hafa verið valdir í úrtakshópa fyrir landslið karla og kvenna 17 ára og yngri í blaki.
Jakob Kristjánsson er í strákahópnum en þær Erla Marín Guðmundsdóttir, Hrefna Ágústa Marinósdóttir og Helena Kristjánsdóttir í stúlknaliðinu.
Æft verður á Akureyri um næstu helgi.
Mynd: Blaksamband Íslands