„Þetta verður mjög áhugavert fyrir íbúa Djúpavogs"

Kynningardagur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður haldinn í Havarí á Karlsstöðum í Berufirði í dag. Dagskráin verður bæði fjölbreytt og áhugaverð og hefst hún klukkan 16:00.

Lesa meira

„Auka par af höndum“

Hollvinasamtök utanspítalaþjónustu í Fjarðabyggð bauð vinum og velunnurum til formlegrar móttöku á tveimur hjartahnoðtækjum sem þau hafa safnað fyrir að undanförnu. Andvirði tækjanna er tæpar fimm milljónir króna.

Lesa meira

„Það er maður þarna með hund“

Vélsleðamenn sem fundu Friðrik Rúnar Garðarsson sem leitað hafði verið að á Héraði síðan á föstudagskvöld segja að ekki hafi mátt tæpara standa áður en aftur gekk á með él og skyggni versnaði þegar þeir fundu hann á göngu í morgun.

Lesa meira

Leitað meðan mannskapurinn getur

Um 200 manns eru skráðir virkir við leit að rjúpnaskyttu sem leitað hefur verið að á Völlum á Héraði síðan um klukkan átta í gærkvöldi. Leit verður haldið áfram meðan hægt er.

Lesa meira

Seinheppin sveit að sunnan

Það gekk ekki þrautalaust fyrir um 50 björgunarsveitarmenn úr Reykjavík að komast austur á Hérað til aðstoðar við leit að týndri rjúpnaskyttu.

Lesa meira

Boðskapurinn skilar sér heim

Leikskólinn Lyngholt fagnaði á dögunum þeim góða árangri að hljóta grænfánann í fimmta sinn. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri, aðstoðuðu nemendur við að draga fánann að húni.

Lesa meira

Rjúpnaskyttan fundin

Rjúpnaveiðimaðurinn sem leitað hefur verið að síðan á föstudagsmorguninn er fundin heill á húfi.

Lesa meira

Búast við um 200 manns í mat

Sjálfboðar Rauða krossins á Héraði hafa opnað fjöldahjálparmiðstöð í Egilsstaðaskóla þar sem björgunarsveitarmönnum sem leitað hafa að rjúpnaskyttu á Völlum síðan í gærkvöldi gefst færi á að hvíla sig og næra.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.