Orkumálinn 2024

„Við erum unga fólkið sem allir eru að tala um“

Undirbúningsfundur vegna Byggðarástefnu ungra Austfirðinga verður haldinn á Borgarfirði eystra um næstu helgi. Ásta Hlín Magnúsdóttir, ein skipuleggjenda fundarins, segir mikilvægt að ungt fólk hittist til að ræða byggðamál.

Lesa meira

„Vilji til að stofna hagsmunafélag ungra Austfirðinga“

„Sú mynd sem ungt fólk á Austurlandi hefur af svæðinu og möguleikum þess er margt áhugaverð og ég held að það sé sterkt fyrir framtíð fjórðungsins hversu vel það er tilbúið að vinna saman þvert yfir sveitarfélög og hefur mikla óbeit á einhverjum gömlum og úldnum hrepparíg,” segir Dagur Skírnir Óðinsson, einn af skipuleggjendum undirbúningsfundar sem haldinn var á Borgarfirði um helgina.

Lesa meira

Sjö sækja um embætti forstjóra HSA

Sjö umsóknir bárust um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) sem auglýst var auglýst laust til umsóknar í október. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna að fengnu áliti þriggja manna nefndar sem metur hæfi umsækjenda.

Lesa meira

6o ár liðin frá silfurstökki Vilhjálms Einarssonar

„Vegna smæðar byggðarlagsins kom ekki til greina að stunda neinar hópíþróttir. Það voru ekki nógu margir í neitt lið. Auk þess voru hinir fáu jafnaldrar mínir ekki sérlega hneigðir fyrir íþróttir flestir hverjir og ég einn um þær kúnstir í þorpinu lengi vel,“ segir Vilhjálmur Einarsson á Egilsstöðum, oft nefndur „silfurmaðurinn“

Lesa meira

„Af hverju er ekki löngu búið að þessu?“

„Þetta er félag þeirra sem vilja auka sýnileika sam- og tvíkynhneigðra, pankynhneigðra, asexual, intersex, transfólks og þeirra sem upplifa sig sem hinsegin á einhvern hátt,“ segja þær Kristrún Björg Nikulásdóttir, formaður félagsins og Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir, og einn stofnenda Hinsenginfélags ME.

Lesa meira

Áfram bjartsýn á millilandaflug um Egilsstaði

María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, er bjartsýn á að millilandaflug komist aftur á um flugvöllinn á Egilsstöðum á næstu árum þótt Discover the World hafi ákveðið að halda ekki áfram áætlunarflugi sínu. Dýrmæt reynsla hafi orðið til í sumar.

Lesa meira

Þjónustuhús risið á Vatnsskarði

Síðastliðinn föstudag var tekið í notkun þjónustuhús á Vatnsskarði sem einkum er ætlað ferðalöngum á leið í Stórurð. Húsið er eitt skrefið í uppbyggingu svæðisins.

Lesa meira

Íbúar Vesturbæjarins einir um að vilja flugvöllinn burt

Ekki er meirihluti fyrir flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni hjá öðrum en þeim sem eru búsettir vestan Kringlumýrarbrautar samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Vegagerðina. Landsmenn eru sammála um að endurbætur á Hringveginum eru mest aðkallandi í vegamálum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.