Kennara skortir ef ekkert verður að gert

Forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands varar við því að kennaraskortir blasi við innan fárra ára ef ekki verður gripið til gripið til aðgerða. Staða í leikskólum á svæðinu er sérstaklega varhugaverð.

Lesa meira

Vidal Valal: Að spila oddahrinu eins og að spila í lottóinu

Þjálfari Þróttar segir liðið hafa skort trú á verkefnið til að gera út af við HK í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki í gær. HK vann leikinn í Neskaupstað í upphækkun í oddahrinu í gær og getur tryggt sér sæti í úrslitarimmunni í þriðja leiknum á morgun.

Lesa meira

„Viljum setja fram raunhæfa áætlun sem stenst“

Formaður samgönguráðs segir að setja þurfi fram samgönguáætlun á Alþingi í haust sem taki mið af þeim fjármunum sem ætlaðir séu til samgöngumála á næstu árum. Aðkallandi samgöngumál séu í öllum landsfjórðungum.

Lesa meira

Austfirðingar telja sig öruggari en aðra

Íbúar á Austurlandi telja sig öruggari en aðra landsmenn miðað við nýja könnun Ríkislögreglustjóra. Áhyggjur af innbrotum eru hvergi lægri en kynferðisbrot virðast tíðari.

Lesa meira

„Leitum allra leiða til að taka þátt í skynsömu verkefni“

Ráðherra samgöngumála hefur falið Vegagerðinni að skoða hvort hægt sé að bæta veginn um Njarðvíkurskriður í sumar samhliða því sem farið verður í aðrar framkvæmdir á svæðinu. Ráðherrann voru í dag afhentir undirskriftalistar með nöfnum ríflega 2500 einstaklinga sem fara fram á að vegurinn til Borgarfjarðar verði bættur hið fyrsta.

Lesa meira

Vonast til að aflétta óvissuástandi í kvöld

Vonast er til að hægt verði að aflétta óvissuástandi vegna snjóflóða á Seyðisfirði þegar styttir endanlega upp í kvöld. Rýmingu vegna snjóflóðahættu var aflétt upp úr klukkan þrjú í dag.

Lesa meira

Ásókn í íbúðalóðir á Reyðarfirði

Fjórum íbúðalóðum á Reyðarfirði var úthlutað á síðasta fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Varaformaður nefndarinnar segir að afsláttur á gatnagerðargjöldum hafi skapað hvata til bygginga auk þess sem eftirspurn sé eftir húsnæði fyrir ungar fjölskyldur.

Lesa meira

Jákvæðni í garð sameiningar

Allar líkur á að sameining Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar verði samþykkt í kosningu á laugardag ef marga má viðmælendur Austurgluggans. Skólamál og fjármál virðast efst í huga íbúa.

Lesa meira

Vilja undirbúa vindmyllur á svæði sem er á náttúruminjaskrá

Orkusalan kynnti í gær hugmyndir sínar um að rannsaka vindorku á Héraðssandi með hugsanlega byggingu vindmylla í huga fyrir íbúum. Svæðið er á náttúruminjaskrá sem mikilvægt svæði fugla. Ekki er ljóst hvaða áhrif vindmyllurnar myndu hafa á fuglana.

Lesa meira

Námsefnið hugsað fyrir yngstu kynslóðina

Minjasafn Austurlands hefur undanfarna mánuði unnið að gerð nýs námsefnis fyrir grunnskóla og er það hugsað sem stuðningur við skólaheimsóknir á safnið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.